Íshellan hefur sigið um tæpa 24 metra

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Íshell­an yfir Grím­svötn­um hefur sigið um 23,6 metra frá því fyrst fór að bera á sigi fyr­ir um tíu dög­um, samkvæmt nýjustu mælingum Veðurstofu Íslands. 

Nákvæmari mælinga um stöðuna er að vænta með morguninum. 

Þá nemur rennsli í Gígjukvísl 1.143 rúm­metr­um á sek­úndu.

Raf­leiðni í ánni eykst

Rennslið er tí­falt á við venju­legt rennsli ár­inn­ar á þess­um árs­tíma.

Raf­leiðni, sem gef­ur til kynna magn hlaup­vatns í ánni, hef­ur einnig auk­ist síðustu daga. Gas mæl­ist í litlu magni við jök­ul­sporðinn og þykir vel inn­an hættu­marka.

Gosið hef­ur á fimm til tíu ára fresti úr Grím­svötn­um og hef­ur vís­inda­mönn­um komið sam­an um að mæl­ing­ar sýni að Grím­svötn séu til­bú­in til að gjósa.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni seg­ir að ekk­ert sé þó hægt að full­yrða um að eld­gos verði sam­fara þessu hlaupi og fylgj­ast þurfi grannt með skjálfta­virkni í Grím­svötn­um sem geti gefið vís­bend­ing­ar um að gos sé yf­ir­vof­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert