Jarðskjálftum fjölgar við Grímsfjall

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

„Það hefur verið aukning á jarðskjálftum síðasta sólarhringinn,“ segir Sig­ur­laug­ Hjalta­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við mbl.is um skjálftavirkni við Grímsfjall. 

Hún segir skjálftana líklega haldast í hendur við sig íshellunnar í Grímsvötnum en klukkan 9 í morgun hafði hún sigið um 40 metra. Sigurlaug segir að ekki sjáist merki um gosóróa enn sem komið er. 

Stærsti skjálftinn í nótt mældist 1,4 að stærð en Sigurlaug segir þá vera frekar fáa og ekki með reglulegu millibili. „Það léttist hratt á þrýstingnum,“ segir hún og bætir við að skjálftunum hafi fjölgað miðað við síðustu viku.

Nýjustu mælingar á vatnrennsli munu ekki berast fyrr en um hádegi en Huldu Rós Helga­dótt­ur nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur segir að rafleiðnin sé enn hækkandi.  „Miðað við síðustu fréttir þá virðist vera að hámark náist á morgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert