Lísa Kristjáns hættir hjá Katrínu

Lísa Kristjánsdóttir, fráfarandi aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Lísa Kristjánsdóttir, fráfarandi aðstoðarmaður forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lísa Kristjánsdóttir hættir nú störfum sem aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Frá þessu greinir Lísa á facebook-síðu sinni. 

Lísa fer í færslunni yfir langt samstarf þeirra og rifjar upp að hún hóf þátttöku í starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fyrir fimmtán árum. 

Árið 2013 eignaðist ég ekki bara einstakan samstarfsfélaga heldur líka sérstaka vinkonu þegar nýr formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, fól mér það verkefni að vera sinn aðstoðarmaður,“ segir í færslu Lísu. 

Í ummælum við færsluna segir Katrín samstarfið með Lísu líklega verða skemmtilegasta kafla í lífssögu sinni. 

Elsku vinkona. Samstarf okkar verður skemmtilegasti kafli ævisögunnar og ég get ekki beðið eftir að sjá hverjar eða hverjir munu leika okkur í kvikmyndagerðinni. Takk fyrir einstakan tíma,“ skrifar Katrín. 

Færslu Lísu má lesa hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert