Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun opinberra starfa ekki leiðina út úr atvinnuleysi. Hún ræddi við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB, um fjölgun opinberra starfa í viðtalsþættinum Sprengisandi í dag.
Samtök atvinnulífsins hafa nýverið vakið athygli á því að frá því í september árið 2017 hafi opinberum starfsmönnum fjölgað um 9.000 á sama tíma og störfum á hinum almenna markaði hafi fækkað um 8.000.
Ásdís segir þessa þróun varhugaverða og hringja viðvörunarbjöllum. Hún bendir til dæmis á stafvæðingarátak borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem rúmlega hundrað sérfræðingar verða ráðnir inn sem. Ásdís segir það þar hefði verið möguleiki á að úthýsa verkefninu til einkaaðila.
„Það er tilfólk sem trúir því að það sé hægt að minnka atvinnuleysi með því að fjölga opinberum störfum, en við trúum því ekki,“ segir Ásdís sem óttast að þróunin sé ekki sjálfbær til lengdar.
Sonja segir þessar tölur eiga sér eðlilegar skýringar. Þar megi benda á fólksfjölgun og þá fjölgun sem hafi orðið á vinnumarkaðnum sér í lagi í sambland við aukið atvinnuleysi.
Þannig snaraukist hlutfall opinberra starfsmanna miðað við starfsmenn á almennum vinnumarkaði þegar atvinnuleysi aukist. Fjölgun starfa megi aðallega rekja til heimsfaraldurs Covid-19 og vinnumarkaðsaðgerða.
„Við sögðum sömuleiðis í upphafi þessa ástands að í ljósi þess hve brattur niðurskurðurinn var [eftir efnahagshrunið] væri tilefna til að auka við. Það er ekki þannig að okkar fólk finni fyrir því að það sé aukinn stuðningur heldur þvert á móti. Fólk er einfaldlega að hlaupa hraðar.“
Sonja segir því í þurfa fleiri opinber störf miðað við þá stöðu sem heilbrigðiskerfið sé komið í. Hún bendir líka á að þjónusta við aldraða komi til með að verða mikil áskorun fyrir velferðarkerfi samfélagsins.