Gert að greiða 111 milljónir króna í sekt

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði.
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði. Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Jóhann Jónas Ingólfsson, framkvæmdastjóra og stjórnarmann einkahlutafélagsins Vertkakar Já Art2b (áður Já Iðnaðarmenn Art2b verkstæði) til að greiða 111 milljón krónur í sekt vegna skilasvika og peningaþvættis.

Dómurinn féll 17. nóvember síðastliðinn en hefur nú verið birtur.

Jóhann var ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti á árunum 2017 og 2018 í tengslum við rekstur einkahlutafélagsins Vertkakar Já Art2b, nú þrotabú.

Með brotunum aflaði Jóhann ávinnings upp á tæpar 57 milljónir króna sem hann nýtti svo í þágu einkahlutafélagsins.

Játaði brot sín samkvæmt öllum liðum ákæru

Við fyrirtöku málsins 19. október sl. játaði Jóhann brot sín samkvæmt öllum þremur liðum ákæru.

Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms skal Jóhann sæta fangelsi í 11 mánuði, en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorði. Þá greiði Jóhann 111.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs og komi 360 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins.

Þá þarf Jóhann að greiða þóknun skipast verjanda síns, Þ. Skorra Steingrímssonar lögmanns, 400.520 krónur að viðrisaukaskatti meðtöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert