Vilja frekari eflingu fjarnáms

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Arnþór

Líneik Anna Sævarsdóttir hefur ásamt öðrum þingmönnum Framsóknar lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að skipaður verði starfshópur til að vinna aðgerðaáætlun við frekari eflingu fjarnáms á háskólastigi. Í tillögunni má finna áherslur í sex liðum og lagt er til að starfshópurinn skili af sér eigi síður en í árslok 2022.

Í greinargerðinni stendur að möguleikarnir á því að nota stafræna kennsluhætti til að tryggja aðgengi að námi og bestu aðstæður til náms og kennslu aukist stöðugt. Því vex krafa samfélagsins um það að allt nám á háskólastigi sem mögulegt er að bjóða fram með stafrænum hætti verði í boði sem slíkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert