Augnsamband við gesti Reðursafnsins

„Ég hef tekið upp svona tíu mínútna podköst í bílnum fyrir sjálfa mig sem fjalla öll um reðursafnið,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir í Dagmálum. Hún leggur mikið upp úr því að skemmta sjálfri sér í hversdeginum og finnur til þess ýmsar leiðir.

„Ég hef aldrei skilið hvað er áhugavert við reðursafn, mér finnst þetta svo skrítið. Það er svo barbarískt að taka einhvern líkamshluta af dýrum og setja í krukkur. Ég næ því ekki.“

„Ég var oft stödd á rauðu ljósi, horfandi á fólk að fara að kaupa sér eitthvað í reðursafninu. Einu sinni náði ég augnsambandi við einhvern ferðamann.“

Hún fór síðan að gangast upp í því að ná augnsambandi við fólk á safninu. „Þetta er reyndar mjög andstyggilegt, ég er að fatta það.“

Hún fór síðan að taka upp hlaðvarpsþætti sér til skemmtunar, sem hófust allir í þessum aðstæðum. Hún efast um að öðrum þyki þeir skemmtilegir. 

Lóa sagði frá mörgum skemmtilegum atvikum, fjölbreyttu starfi sínu og sýn sinni á lífið í Dagmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert