„Þessir skjálftar þurfa ekki að þýða að kvika sé á leið til yfirborðs. Hún þarf að brjóta sér leið og það vantar þá skjálfta. Mælingar á jarðskorpubreytingum á Grímsfjalli sýna heldur engin merki um að það hafi orðið kvikuinnskot í nágrenninu,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við HÍ, um jarðskjálfta í Grímsvötnum í gærmorgun.
„En það er ekki þar með sagt að þetta geti ekki þróast þangað.“