Friðlýsing Guðmundar harðlega gagnrýnd

Bergþór Ólason vakti athygli á friðlýsingu Guðmundar Inga Guðbrandssonar rétt …
Bergþór Ólason vakti athygli á friðlýsingu Guðmundar Inga Guðbrandssonar rétt fyrir ráðherraskipti. Samsett mynd

Stjórn­ar­andstaðan sótti hart að Guðlaugi Þór Þórðar­syni, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, vegna friðlýs­ing­ar for­vera hans í ráðuneyt­inu á ell­eftu stundu. Í kjöl­farið fóru af stað fjör­ug­ar umræður um fjár­veit­ing­ar ráðherra í aðdrag­anda kosn­inga.

Í svari við fyr­ir­spurn Bergþórs Ólason­ar sagðist Guðlaug­ur ekki hafa vitað af þess­ari ráðstöf­un for­vera síns fyrr en í dag. 

Friðlýs­ing í skjóli næt­ur

Bergþór vakti at­hygli á mál­inu í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um en Bæj­ar­ins Besti greindi fyrst frá mál­inu í frétt í dag.

Sagði Bergþór þá „al­veg hreint ótrú­lega út að sjá að að kvöldi síðasta dags í embætti hafi fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra friðað jörðina Dranga, sem mun ekki verið lít­il óum­deild aðgerð og hef­ur veru­leg áhrif á einn til­tek­inn virkj­un­ar­kost sem í dag er í nýt­ing­ar­flokki,“ og spurði Guðlaug í kjöl­farið hvort hann vissi yfir höfuð af mál­inu og hvort hann ætlaði sér leysa það eða vinda ofan af því með ein­hverj­um hætti.

Guðlaug­ur sagði at­b­urðarlýs­ing­una „frétt­ir fyr­ir mig.“ Hann benti á að hann hefði ekki verið lengi í ráðuneyt­inu. „Mér hafði borist til eyrna eitt­hvað varðandi friðlýs­ing­arn­ar en ekki þær áhyggj­ur sem hátt­virt­ur þingmaður vís­ar hér til, það er eitt­hvað sem mér hef­ur ekki borist til eyrna.“

Höfðu ekki tíma til þess að ræða öll mál við lykla­skipti

Þegar Bergþór ít­rekaði spurn­ing­una með vís­an til mik­il­vægi svæðis­ins sem virkj­ana­kosts sagði Guðlaug­ur þann tíma sem frá­far­andi og verðandi ráðherr­ar hafa til umræðu við lykla­skipti vera tak­markaðan.

„Við höf­um sam­mælst um það, og þurfti ekki neitt til, að setj­ast niður og fara yfir ýmis mál en hef­ur ekki gef­ist tími til þess. Hins veg­ar var það auðvitað ekki þannig, þegar við vor­um að skipt­ast á lykl­um, að við hefðum tíma til að fara yfir öll þau mál sem eru í gangi, ekki frek­ar en þegar ég af­henti hinum ágæta ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra lykl­ana.“

Eft­ir þessi orð Guðlaugs fóru aðrir þing­menn úr stjórn­ar­and­stöðunni að gagn­rýna þessa ráðstöf­un Guðmund­ar Inga harðlega.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Alþingi hlýt­ur að fá ein­hverja aðkomu að þessu máli“

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, tók þar fyrst­ur til máls og gagn­rýndi að málið hefði verið af­greitt án aðkomu þings­ins að því:

„Að einn hæst­virt­ur ráðherra skuli hafa af­greitt þetta án nokk­urs sam­ráðs við þingið, án nokk­urs sam­ráðs við arf­taka sinn, sem kem­ur greini­lega af fjöll­um, ekki þó fjöll­um Vest­fjarða, og gert þetta rétt áður en hann færði sig í annað ráðuneyti get­ur ekki tal­ist í lagi að mati hæst­virts for­seta Alþing­is. Alþingi hlýt­ur að fá ein­hverja aðkomu að þessu máli.“

„Ótrú­lega und­ar­leg vinnu­brögð“

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók und­ir mál­flutn­ing þing­manna Miðflokks­ins: „Al­veg burt séð frá því hvað manni finnst um þessa friðlýs­ingu þá verð ég að taka und­ir að þetta eru al­veg ótrú­lega und­ar­leg vinnu­brögð.“

Hanna Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar, sagði ráðstöf­un­ina ein­stak­lega um­hugs­un­ar­verð að rík­is­stjórn­in hélt velli í kosn­ing­um.

„Óháð því hvað okk­ur þykir um akkúrat þær aðgerðir sem hér hafa komið til tals, þessa friðun í skjóli síðustu næt­ur, minna þær óneit­an­lega á aðgerðir ein­hverra sem telja sig þurfa að verja virkið áður en það fell­ur í óvina­hend­ur. Þetta er svo­lítið sér­stakt í ljósi þess að um er að ræða sömu rík­is­stjórn­ar­flokka.“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fjár­veit­ing­ar­valdið í hönd­um ráðherra eða þings­ins?

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar kallaði eft­ir því að Rík­is­end­ur­skoðun tæki hegðun ráðherra til sér­stakr­ar at­hug­un­ar. „Það verður að vera eitt­hvert aðhald með ráðherr­um, fram­kvæmd­ar­vald­inu, og þegar ráðherr­ar taka þá ákvörðun ein­ir síns liðs að hafa ekk­ert þing hér að störf­um í fjölda mánaða til að geta eft­ir eig­in hent­ug­leika dreift fjár­mun­um al­menn­ings.“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra kallaði eft­ir þroskaðri umræðu um málið áður en stór­ar álykt­an­ir yrðu dregn­ar. „Hins veg­ar er því haldið fram að ráðherr­ar hafi frjáls­ar hend­ur um að dreifa pen­ing­um um sam­fé­lagið, eins og hátt­virt­ur þingmaður nefndi hér áðan og al­gjör­lega skautað fram hjá því að það er Alþingi sem fer með fjár­veit­ing­ar­valdið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert