Friðlýsti Dranga á síðustu dögum sem ráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og núverandi félagsmála- …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og núverandi félagsmála- og vinnnumarkaðsráðherra. Kristinn Magnússon

Þann 26. nóv­em­ber, tveim­ur dög­um áður en ný rík­is­stjórn var til­kynnt með til­heyr­andi ráðuneyt­is­færsl­um, skrifaði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, þáver­andi um­hverf­is- og auðlindaráðherra, und­ir friðlýs­ingu jarðar­inn­ar Dranga í Árnes­hreppi. Bæj­ar­ins Besta grein­ir frá.

Friðlýs­ing­in mun að öllu óbreyttu taka gildi þann 13. des­em­ber þegar ákvörðunin verður birt í B-deild Stjórn­artíðinda. Um­hverf­is­stofn­un vísaði til­lögu um friðlýs­ingu jarðar­inn­ar til ráðuneyt­is­ins sama dag og hún var und­ir­rituð.

Seg­ir friðlýs­ing­una ekki rek­ast sér­stak­lega á við Hvalár­virkj­un

Í sam­tali við mbl.is í mars sagðist Guðmund­ur Ingi vera með 15-20 staði og svæði sem hann hefði hug á því að friðlýsa fyr­ir lok kjör­tíma­bils. Þar sagði hann Dranga vera eitt af þeim lands­svæðum sem væru í vinnslu hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Spurð hvort þessi friðlýs­ing kunni að hafa áhrif á fyr­ir­ætlan­ir um virkj­un Hvalár seg­ir í svari starfs­manns Um­hverf­is­stofn­un­ar, sem er líka formaður starfs­hóps um friðlýs­ingu Dranga, til Bæj­ar­ins besta að svæðið sé óbyggt víðerni en ákvæði laga um nátt­úru­vernd á óbyggðu víðerni kunni að koma til at­hug­un­ar:

Ekki verður því séð að friðlýs­ing­in rek­ist sér­stak­lega á við fyr­ir­hugaða Hvalár­virkj­un en hins veg­ar kann 54. gr. laga nr. 60/​2013 að koma til skoðunar. Ákvæðið áskil­ur að ef starf­semi eða fram­kvæmd­ir utan friðlýsts svæðis, sem leyf­is­skyld­ar eru sam­kvæmt öðrum lög­um, geta haft áhrif á vernd­ar­gildi friðlýsta svæðis­ins skal taka mið af því við ákvörðun um veit­ingu leyf­is.

Í svar­inu kom fram að vil­yrði fyr­ir fjár­magni næmu 18,7 millj­ón­um króna. Fjár­magnið verður notað til að setja upp hrein­lætisaðstöðu á fyr­ir­huguðu tjaldsvæði og til að brúa tvær hættu­leg­ar ár inn­an vernd­ar­svæðis­ins, Meyj­ará og Húsá.

Í frétt bb.is seg­ir, að full­trúi Árnes­hrepps í starfs­hópi um friðlýs­ing­una hefði neitað að skrifa und­ir friðlýs­ing­una. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert