Ekki eru sömu teikn á lofti og áður um að eldgos verði í Grímsvötnum. Nokkrir smáskjálftar urðu á svæðinu í gærkvöldi og í nótt og var sá stærsti í nótt undir einum að stærð. Í gærmorgun mældist stærsti skjálftinn aftur á móti 3.
Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er enginn gosórói og hlaupið úr Grímsvötnum fer minnkandi en íshellan fór niður fyrir 78 metra í gær.
Rennslið í Gígjukvísl mældist í gær 1.100 rúmmetrar á sekúndu og hafði það minnkað mjög mikið á einum sólarhring. Nýjar tölur varðandi rennslið eru ekki væntanlegar.
Eins og áður verður haldinn samráðsfundur í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála.