3,3 milljarðar fyrir lóðir í Vetrarmýri

Fyrirhugað byggingasvæði og fjölnota íþróttahús sem senn verður tekið í …
Fyrirhugað byggingasvæði og fjölnota íþróttahús sem senn verður tekið í notkun.

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll átti hæsta tilboð í allar lóðir á nýju byggingasvæði í Vetrarmýri í Garðabæ og bauð tæplega 3,3 milljarða í lóðirnar. Í þessum fyrsta áfanga byggðar í Vetrarmýri var boðinn út byggingarréttur á um 26 þúsund fermetum af fjölbýli og 26 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reitum.

Tilboð frá 13 fyrirtækjum

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær gerðu fulltrúar fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka grein fyrir tilboðum sem bárust. Alls gerðu 13 fyrirtæki tilboð í allar lóðirnar eða einstaka áfanga. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka að hefja viðræður og leita samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvol sem er hæstbjóðandi samtals í alla reiti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert