Átaki í örvunarbólusetningu lýkur í dag

Bólusett verður í Laugardalshöll fram að áramótum.
Bólusett verður í Laugardalshöll fram að áramótum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Átaki í örvun­ar­bólu­setn­ingu lands­manna lýk­ur form­lega í dag. Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins seg­ir mæt­ingu heilt yfir góða. Starfs­menn og gest­ir séu orðin vön ferl­inu og all­ir af­slappaðir í höll­inni en bólu­sett verður þar fram að ára­mót­um.  

„Átak­inu sem við kynnt­um í nóv­em­ber lýk­ur form­lega í dag, en við verðum samt áfram með opið hús í Laug­ar­dals­höll fram að ára­mót­um,“ seg­ir Ragn­heiður í sam­tali við mbl.is.

All­ir þeir sem voru full­bólu­sett­ir 7. júlí og fyrr gátu mætt á opið hús í dag en all­ir í þeim hópi eiga að hafa fengið strika­merki fyr­ir örvun­ar­skammti.

Ekki sjálfsagt að mæt­ing sé góð

Mæt­ing­in heilt yfir hef­ur verið góð að sögn Ragn­heiðar. „Við höf­um verið með svona á bil­inu 70-80% nýt­ingu, miðað við þann fjölda sem var boðaður, all­ar fjór­ar vik­urn­ar.“

Hún seg­ir erfitt að bera sam­an mæt­ingu í bólu­setn­ingu eft­ir mis­mun­andi átök­um í bólu­setn­ing­um. En ít­rek­ar að heilt yfir hafi þátt­taka lands­manna í bólu­setn­ing­um verið af­skap­lega góð.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, verkefnastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, verk­efna­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Eggert Jó­hann­es­son

„Við erum að boða hérna þriðju bólu­setn­ingu og ég er bara stolt og ánægð með hvað lands­menn eru dug­leg­ir að mæta til okk­ar hér í höll­ina. Það er ekki sjálfsagt.“

Ljóst sé að bæði starfs­menn og gest­ir séu orðnir van­ir þessu ferli og stemm­ing­in í höll­inni því af­slöppuð og ferlið vel smurt.

Eins og áður seg­ir verður opið hús í bólu­setn­ingu fram að ára­mót­um og er það gert til þess að þeir, sem ekki komust á til­sett­um degi í bólu­setn­ingu, hafi kost á því að mæta.

Jans­sen í janú­ar og ung­menn­in í kjöl­farið

Í byrj­un næsta árs seg­ir Ragn­heiður að sá hóp­ur sem fékk skammt frá Jans­sen síðasta vor og var boðað í örvun­ar­skammt nú í haust, verði boðaður í þriðju bólu­setn­ing­una. Síðan í kjöl­farið verði komið að aldr­in­um 12-15 ára.

Ástæðan fyr­ir þess­ari röð er sú að fimm mánuðir þurfa að líða milli þess að ein­stak­ling­ar telj­ist full­bólu­sett­ir og fram að því að örvun­ar­skammt­ur er gef­inn. Eft­ir að áður­nefnd­ir hóp­ar klár­ast verður búið að boða alla lands­menn í örvun­ar­skammt. Fram­haldið eft­ir það því óljóst.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort bólu­sett verði í Laug­ar­dals­höll í janú­ar en Ragn­heiður seg­ir að ástæða þess að höll­in verði notuð út mánuðinn sé sú að mik­ill fjöldi sé enn að mæta í sýna­töku á Suður­lands­braut.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert