Flytur frumvarp um bann við blóðmerahaldi

Inga Sæland, formaður Flokk fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frum­varp Ingu Sæ­l­ands, for­manni Flokks fólks­ins, um bann við blóðmera­haldi verður flutt á þing­fundi í dag, að því er fram kem­ur á dag­skrá þing­funda á vef Alþing­is.

Eins og ný­lega hef­ur verið vak­in at­hygli á er blóðtaka úr fylfull­um mer­um stunduð á Íslandi en alls eru 119 bænd­ur með 5.383 blóðmer­ar. Er blóðtak­an stunduð í því skyni að vinna úr blóðinu horm­ónið PMSG sem er notað til fram­leiðslu á frjó­sem­is­lyfi sem hingað til hef­ur aðallega verið fyr­ir svína­rækt.

Í frum­varpi Ingu seg­ir að blóðmer­ar­hald stórskaði ímynd Íslands enda hef­ur þessi starf­semi verið for­dæmd um all­an heim. Ljóst er að gild­andi rétt­ur nái ekki að vernda fylfull­ar mer­ar gegn of­beldi og þeirri illu meðferð sem felst í blóðmera­haldi og því verði lög­gjaf­inn að grípa til aðgerða strax og bannað það með öllu.

Sæta mis­miklu og mis­grófu of­beldi

Í frum­varp­inu kem­ur fram að blóðmer­ar séu látn­ar ganga með fol­öld eins oft og mögu­legt er til að há­marka af­köst hverr­ar mer­ar, þar til horm­ónið finnst ekki leng­ur í blóði þeirra. „Þegar svo er komið er mer­un­um slátrað. Fol­öld­un­um er að jafnaði slátrað.

Seg­ir þar einnig að fylfull­ar mer­ar sæti mis­miklu og mis­grófu of­beldi við blóðtöku þegar verið er að ná úr þeim horm­ón­inu. Var þetta meðal ann­ars op­in­berað í heim­ild­ar­mynd­inni Ísland - land 5.000 blóðmera sem hef­ur verið til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum upp á síðkastið.

Þá hef­ur Evr­ópuþingið skorað á fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og aðild­ar­ríki að hætta inn­flutn­ingi og fram­leiðslu á PMSG og hef­ur áskor­un­inni einnig verið beint til Íslands sem aðild­ar­ríki EES-samn­ings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert