Heildarlaun starfsmanna í bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum eru að meðaltali 922 þúsund á mánuði samkvæmt niðurstöðum launakönnunar meðal félagsmanna í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), sem fram fór í október sl.
Alls svöruðu 2.459 félagsmenn í könnuninni og var þátttakan 79% og er hún talin gefa mjög ábyggilega mynd af kaupi og kjörum félagsmanna SSF að því er fram kemur í umfjöllun um niðurstöðurnar á vefsíðu SSF.
13,7% voru með heildarlaun undir 600 þúsund á mánuði, 15,9% voru með laun á bilinu 600-699 þúsund en um 32% voru með milljón eða hærri heildarlaun á mánuði.