Hlaupvatnið sem risastór kúla

Kúlan í borgarlandslaginu.
Kúlan í borgarlandslaginu. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Heildarmagn hlaupvatns sem kom úr Grímsvötnum er áætlað vera 1 rúmkílómetri – eða 1 billjón lítra af vatni, en hlaupið náði hámarki snemma á sunnudaginn.

Á facebook-síðu Veðurstofunnar er gerð tilraun til að myndgera 1 rúmkílómetra vatns í formi kúlu.

Kúlan er býsna stór.
Kúlan er býsna stór. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Kúlan er 1.240 metrar í þvermál og nær því um 360m uppfyrir hábungu Esjunnar ef kúlan væri staðsett í sömu hæð og Hallgrímskirkja.

Þar kemur fram að kúlan, og þá heildarmagn hlaupvatns úr Grímsvötnum, jafngildi 400.000 ólympískum sundlaugum eða meira en tíföldu rúmmáli Mývatns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert