Loftbrúin, sem veitir 40% afslátt af innanlandsflugi, liggur niðri eins og stendur. Bilun í rafrænu kerfi Ísland.is veldur því að ekki er hægt að sækja afsláttarkóða. Unnið er að því að koma kerfinu í gagnið á ný.
Starfsmaður Ísland.is staðfesti í samtali við mbl.is að kerfið liggi niðri, þó sagðist hann ekki kunna á því skil hvað olli biluninni en segir unnið að því að laga kerfið.
Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Geta íbúar landsbyggðarinnar nýtt sér afsláttinn fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á hverju ári, eða sex flugferðir í heildina. Gildir afslátturinn þá einnig á afsláttarfargjöld.
Uppfært: