Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur lýst yfir stuðningi við samstarfskonu hennar í borgarstjórn, Hildi Björnsdóttur, sem hyggst bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor og stefnir á að verða borgarstjóri.
Katrín fer fögrum orðum um Hildi, sem einnig er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í færslu sem hún skrifaði á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þar lýsir hún henni sem „eldklárri“, „hugmyndaríkri“ og segir hana hafa „skýra framtíðarsýn“. Þá sé Hildur „sanngjörn“, „málefnaleg“ og geti unnið með fólki.
Lýkur hún færslunni á orðunum: „Ég vil að Hildur verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur“.
Hildur er eldklár, hugmyndarík og með skýra framtíðarsýn. Hún er hugrökk og óhrædd við að taka stóra slagi. Hún er sanngjörn, málefnaleg og getur unnið með fólki. Ég vil að Hildur verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur.https://t.co/orz9hINWjR
— Katrín Atladóttir (@katrinat) December 8, 2021