Munu skoða friðlýstu svæðin nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að móta stefnu í friðlýsingum en þá þurfi umræðan að vera upplýst og menn að tala út frá staðreyndum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, friðlýsti landsvæðið Dranga á Ströndum föstudaginn 26. nóvember að tillögu Umhverfisstofnunar, tveimur dögum áður en ný ríkisstjórn var kynnt á Kjarvalsstöðum.

Umhverfisstofnun vísaði tillögu um friðlýsingu jarðarinnar til ráðuneytisins sama dag og hún var undirrituð.

Langur aðdragandi

Guðlaugur Þór segir í samtali við Morgunblaðið að þessi ákvörðun hafi átt sér langan aðdraganda en fagnar umræðunni og áhuganum á málaflokknum.

„Það liggur fyrir að málið sem þarna var um að ræða er eitthvað sem var í ferli í langan tíma þó svo að endanleg ákvörðun hafi verið tekin þarna á lokametrunum,“ segir Guðlaugur sem kveðst þó ekki hafa haft tíma til að ræða málið sérstaklega við Guðmund Inga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert