Nýtti ekki bók Bergsveins við skrifin

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Mér koma mjög á óvart ásak­an­ir Berg­sveins Birg­is­son­ar um ritstuld sem hafa nú komið fram. Því er til að svara að ég nýtti ekki bók Berg­sveins við skrif mín,“ seg­ir Ásgeir Jóns­son, seðlabanka­stjóri í stuttri yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér vegna ásak­ana Berg­sveins Birg­is­son­ar, rit­höf­und­ar og fræðimanns um ritstuld.

Vís­ar ásök­un­um Berg­sveins al­farið á bug

Ný­verið gaf Ásgeir Jóns­son út bók­ina Eyj­an hans Ing­ólfs þar sem hann fjall­ar um land­nám Íslands en rit­höf­und­ur­inn Berg­sveinn Birg­is­son sak­ar Ásgeir um að hafa byggt bók­ina á verki sínu, Leit­in að svarta vík­ingn­um, án þess að geta heim­ilda.

Ásgeir vís­ar þess­um ásök­un­um á bug og seg­ir marga sagn­fræðinga hafa lýst upp­hafi land­náms sem veiðimanna­sam­fé­lagi og að það sé að hans viti orðið að viður­kenndri sögu­skoðun.

„Um þetta er fjallað í upp­hafi bók­ar minn­ar Eyj­an hans Ing­ólfs og ég hef aldrei álitið að ég væri að leggja eitt­hvað nýtt í mörk­um í því efni,“ seg­ir hann í yf­ir­lýs­ing­unni.

Bók­in sé ann­ars hag­sögu­leg grein­ing á land­nám­inu með áherslu á tengsl­in við Suður­eyj­ar og stofnana­upp­bygg­ingu lands­ins fram að stofn­un Alþing­is, að sögn Ásgeirs.

„Aðaláhersl­an er á versl­un og viðskipti og síðan stofn­ana­bygg­ingu lands­ins í breiðu sam­hengi. Ég vísa þess­um ásök­un­um Berg­sveins því al­farið á bug“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert