Sakar Ásgeir um ritstuld

Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson.
Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson. Samsett mynd

Rit­höf­und­ur­inn Berg­sveinn Birg­is­son sak­ar Ásgeir Jóns­son Seðlabanka­stjóra um að hafa byggt á verki sínu, Leit­in að svarta vík­ingn­um, í ný­út­kom­inni bók sinni Eyj­an hans Ing­ólfs, án þess að Berg­sveins sé getið í nokkru. 

Berg­sveinn set­ur ásak­an­ir sín­ar fram í aðsendri grein á Vísi.is, en þar seg­ir hann meðal ann­ars að þótt að til­gát­ur hans úr Leit­inni að svarta vík­ingn­um, sem og norskri frum­gerð þeirr­ar bók­ar, „endurómi víða í bók Ásgeirs, eru þau hvergi nefnd á nafn, hvorki norsk né ís­lensk gerð bók­ar, og það þótt höf­und­ur geti ým­is­kon­ar rita í neðan­máls­grein­um.“

Þá seg­ir Berg­sveinn að Ásgeir geti sín ekki hvorki neðan­máls né í meg­in­máli, þó það hefði getað tal­ist Ásgeiri sem höf­undi til tekna. „Hér er því um ritstuld að ræða, og það svo um­fangs­mik­inn að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu ís­lenskr­ar bóka­út­gáfu.“

Hef­ur til­kynnt málið til Siðanefnd­ar HÍ

Berg­sveinn seg­ir svo að nán­ar til­tekið sé frem­ur um hug­myndastuld að ræða, og rek­ur hann þar nokk­ur dæmi úr bók Ásgeirs, sem Berg­sveinn seg­ir að hafi fyrst áður verið reifaðar í Leit­inni að svarta vík­ingn­um og hvergi ann­ars staðar.

Nefn­ir hann þar sem dæmi hug­mynd sína um að hér hafi skap­ast „efna­hags­mód­el veiðimenn­ing­ar sem ég tel hafa ein­kennt frumland­nám Íslands, sem síðan hafi þró­ast út í meiri áherslu á land­búnað þegar veiði þvarr,“ en Berg­sveinn seg­ir þessa til­gátu enduróma „gegn­um alla bók Ásgeirs, en ekki annað að sjá en hann hafi kom­ist að þess­ari niður­stöðu af eig­in ramm­leik.“

„Að saka ein­hvern um ritstuld er al­var­legt mál. Það ger­ir eng­inn að gamni sínu. En ritstuld­ur sá sem ég tel Ásgeir Jóns­son vera sek­an um í þessu til­felli er að sama skapi grafal­var­legt mál. Það ger­ir málið enn al­var­legra að seðlabanka­stjóri Íslands sé upp­vís að þjófnaði á hug­verk­um annarra,“ seg­ir Berg­sveinn í niður­lagi grein­ar sinn­ar.

Seg­ir hann jafn­framt hafa lagt málið fyr­ir Siðanefnd Há­skóla Íslands og Nefnd­ar um vandaða starfs­hætti í vís­ind­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert