Þriggja stiga skjálfti fannst í Grindavík

Grindavík.
Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð 4,8 km norðaust­ur af Grinda­vík um klukk­an 10.45 í morg­un.

Að sögn Sigþrúðar Ármanns­dótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands, varð skjálft­inn ofan á þekktri sprungu og er ekk­ert óvenju­legt við hann.

Hann varð ekki ná­lægt gosstöðvun­um í Geld­inga­döl­um og teng­ist þeim því ekki neitt.

Tvær til­kynn­ing­ar hafa borist Veður­stof­unni frá Grinda­vík um að skjálft­inn hafi fund­ist í bæn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert