Haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs fyrir árið 2021 fór fram í dag og hefur stjórn sjóðsins samþykkt að bjóða 63 verkefnum styrk. Þetta segir í tilkynningu frá Rannís.
Styrktarflokkarnir sem um ræðir eru fjórir talsins og bera nöfnin Fræ/Þróunarfræ, Sproti, Vöxtur en auk þess er veitur sérstakur markaðsstyrkur.
Í haustúhlutuninni er styrkveiting til nýrra verkefna alls 747 milljónir króna en þar sem verkefnin eru til allt að tveggja ára nemur heildarkostnaður þeirra um 1.347 króna, að því er segir í tilkynningunni.
Næsti umsóknarfrestur um fyrirtækjastyrki verður 15. mars á næsta ári og verður tilkynnt um úthlutun úr þeim um mánaðarmótin hálfum mánuði síðar.
Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja við rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi en hann er opinn fyrir nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnugreinum.
Nánar um Tækniþróunarsjóð og haustúthlutunina má finna á heimasíðu Rannís hér.