Brim hf. færir börnum bækur

Stórir draumar í öskjum.
Stórir draumar í öskjum.

Brim hf. hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi fyrstu sex titlana sem koma út í bókaflokknum „Litla fólkið og stóru draumarnir“ sem hin spænska Maria Isabel Sanches Vergara er höfundur að.

Í bókunum er sagt frá fólki sem hefur látið drauma sína rætast. „Við sjáum það að drengir eru að verða undir í lestri í samfélaginu og þess vegna ákváðum við að kaupa þessar bækur og senda í alla skólana til þess að hvetja börn til lesturs,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við Morgunblaðið.

„Í mínum huga er íslenskan undirstaða okkar samfélags og menningararfs því að á henni byggist að við getum talað hvert við annað og skilið hvert annað. Það er ekki gott ef það er stór hópur sem talar eða skilur ekki íslensku í okkar samfélagi. Það eru nefnilega miklar líkur á því að sá hópur verði undir því íslenska er okkar mál.“

Bókagjöfin er gefin í samstarfi við útgáfufélagið Stóra drauma sem áætlar að fjölga titlunum enn frekar á komandi misserum og tryggja með því að sem flestir finni þar frásagnir sem vekja athygli þeirra og áhuga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert