Byrjað að lækka hraðann á götum borgarinnar

Hámarkshraði mun lækka á götum borgarinnar næstu misserin og er …
Hámarkshraði mun lækka á götum borgarinnar næstu misserin og er fyrsti áfanginn nú kominn til framkvæmda. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Endurmerkingar á skiltum og uppsetning nýtta skilta stendur yfir og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp.

Hámarkshraðaáætlunin var staðfest í vor og er markmið áætlunarinnar að stuðla að bættu umferðaröryggi í borginni til að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni. Töldu borgaryfirvöld lækkun umferðarhraða nauðsyn til þess að ná áðurnefndu markmiði.

Í tilkynningu frá borginni segir að í þessum breytingum sé lögð áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístundum. Einnig sé lögð áhersla á götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda.

Eftirfarandi götur verða þá með hámarkshraðann 40 km/klst. eftir breytingar.

  • Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu.
  • Fjallkonuvegur, milli Gullinbrúar og Frostafoldar.
  • Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar.

Eftirfarandi götur verða svo með hámarkshraðann 30 km/klst. eftir breytingar

  • Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar.
  • Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns.
  • Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns.
  • Engjateigur.
  • Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar.
  • Álfheimar.
  • Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar.
  • Stjörnugróf.
  • Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels.
  • Bæjarbraut.
  • Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss.
  • Bjallavað.
  • Ferjuvað.
  • Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs.
  • Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima.
  • Mosavegur/Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar.
  • Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut

Hér má sjá göturnar á korti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert