Hæstiréttur staðfestir kyrrsetningu vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Þrír íbúar létust þegar fjölbýlishúsið að Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík …
Þrír íbúar létust þegar fjölbýlishúsið að Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík brann 25. júní 2020. Húsið var þriggja hæða forskalað timburhús og mun hafa verið byggt fyrir liðlega einni öld. Þann 17. september 2020 var íbúi í húsinu ákærður fyrir að hafa verið valdur að brunanum, manndrápi og tilraun til manndráps. Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir brotin 3. júní 2021 en sýknaði hann af refsikröfu vegna ósakhæfis. Aftur á móti var honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Lands­rétt­ar og lagt fyr­ir sýslu­mann­inn á höfuðborg­ar­svæðinu að gera kyrr­setn­ingu hjá HD verki ehf. til fulln­ustu krafna ein­stak­linga sem töldu sig eiga skaðabóta­kröf­ur á hend­ur því vegna tjóns sem þeir urðu fyr­ir þegar fjöl­býl­is­húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 1 í Reykja­vík brann sum­arið 2020.

Hæstirétt­ur taldi að draga myndi mjög úr lík­um þess að fulln­usta krafna feng­ist eða að hún yrði veru­lega örðugri ef kyrr­setn­ing færi ekki fram. Alls dæmdu fimm dóm­ar­ar í mál­inu.

Það var 25. júní 2020 sem fjöl­býl­is­húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 1 í Reykja­vík brann. HD verk var eig­andi fast­eign­ar­inn­ar en varn­araðilar voru ann­ars veg­ar íbú­ar húss­ins sem voru í því þegar það brann og hins veg­ar nán­ustu aðstand­end­ur þeirra þriggja íbúa þess sem lét­ust í brun­an­um.

Fram kom í dómi Hæsta­rétt­ar, að meg­in­starf­semi HD verks hefði verið rekst­ur og út­leiga fast­eigna en fé­lagið hefði á nokk­urra mánaða tíma­bili látið frá sér að veru­legu leyti þær fast­eign­ir sem mynduðu tekj­ur í rekstri þess. Var því talið senni­legt að draga myndi mjög úr lík­ind­um þess að fulln­usta krafna varn­araðila feng­ist eða að hún yrði veru­lega örðugri ef kyrr­setn­ing færi ekki fram.

Í dómi Hæsta­rétt­ar kom jafn­framt fram að sýslu­manni hefði borið að fara ekki í einu lagi með kyrr­setn­ing­ar­beiðni varn­araðila held­ur hefði hann að réttu lagi átt að gera sér­staka gerð fyr­ir kröfu hvers þeirra um sig.

Varn­araðilar telja sig eiga skaðabóta­kröf­ur á hend­ur HD verks vegna tjóns sem þau urðu fyr­ir í brun­an­um. Þenn­an mála­til­búnað reisa þau á því að HD verk beri ábyrgð á að eign­in hafi ekki full­nægt lög­bundn­um kröf­um um bruna­varn­ir.

Fram kem­ur í dómi Hæsta­rétt­ar, að í kjöl­far brun­ans að Bræðra­borg­ar­stíg 1 hafi að sínu leyti verið skilj­an­legt að HD verk ráðstafaði eign­inni í stað þess að ráðast sjálft í upp­bygg­ingu á lóðinni. Er þá haft í huga að meg­in­starf­semi fé­lags­ins hafi verið rekst­ur og út­leiga fast­eigna eins og komi fram í árs­reikn­ing­um þess. Einnig verði að gera ráð fyr­ir að hagræði hafi fal­ist í að ráðstafa sam­hliða aðliggj­andi eign að Bræðra­borg­ar­stíg 3, eins og gert hafi verið með  kaup­samn­ingi 12. janú­ar 2021, þannig að fram­kvæmd­ir og starf­semi á svæðinu gæti tekið til beggja eign­anna.

„Aft­ur á móti hef­ur sókn­araðili ekki gert viðhlít­andi grein fyr­ir ástæðum þess að hann hef­ur í kjöl­farið á nokk­urra mánaða tíma­bili selt all­ar fast­eign­ir sín­ar ef frá er tal­in eign­in Kárs­nes­braut 96A og þrír eign­ar­hlut­ar í fast­eign­inni að Eiðis­torgi 13 til 15. Er þá til þess að líta að bók­fært verð fast­eigna sókn­araðila var sam­kvæmt árs­reikn­ingi 1.637.771.929 krón­ur í árs­lok 2020 en mat á and­virði þeirra eigna sem hann hef­ur ekki ráðstafað nem­ur nú 383.000.000 króna sam­kvæmt mati fast­eigna­sala sem sókn­araðili hef­ur sjálf­ur aflað. Til sam­an­b­urðar má nefna að fast­eigna­mat á eign­um sókn­araðila var í árs­lok 2020 sam­tals 1.260.990.000 krón­ur en sam­tals nem­ur fast­eigna­mat þeirra eigna sem hann hef­ur ekki selt 271.550.000 krón­um. Miðað við fast­eigna­mat hef­ur sókn­araðili því selt ríf­lega 78% af eigna­safni sínu,“ seg­ir í dómi Hæsta­rétt­ar.

Hæstirétt­ur bæt­ir við, að að það verði að telja senni­legt að draga muni mjög úr lík­ind­um þess að fulln­usta krafna varn­araðila fá­ist eða að hún verði veru­lega örðugri ef kyrr­setn­ing hjá sókn­araðila fari ekki fram. Var því úr­sk­urður Lands­rétt­ar um kyrr­setn­ingu staðfest­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert