Ekki er öll sagan sögð í gosinu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Ég hef verið á Íslandi í sjö ár og kom til að taka mynd­ir og sjá hvort ég gæti lifað af ljós­mynd­un. Ég byrjaði á að fara í Há­skóla Íslands (HÍ) og lærði ís­lensku. Það geng­ur mjög vel og ég tala ís­lensku í dag,“ seg­ir Benjam­in Har­dm­an, 28 ára ljós­mynd­ari og kvik­mynda­gerðarmaður frá Perth í Ástr­al­íu.

Har­dm­an birt­ir verk sín m.a. á In­sta­gram (@benjam­in­h­ar­dm­an) og þar sést að hann er heillaður af norður­slóðum. „Ég sá snjó, fjöll og jökla í fyrsta sinn á Íslandi og varð ást­fang­inn af þessu landi! Mér finnst Ísland vera heima­land mitt og sú til­finn­ing er svo sterk að ég er eig­in­lega bú­inn að gleyma því hvernig lífið var áður en ég kynnt­ist land­inu,“ seg­ir Har­dm­an, „Ísland er ná­lægt Græn­landi og ég fer einnig þangað og til Sval­b­arða. Nú hef ég farið fimmtán sinn­um til Græn­lands og átta sinn­um til Sval­b­arða og reyni að fara á hverju ári til þess­ara landa.“

Benjamin Hardman, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður.
Benjam­in Har­dm­an, ljós­mynd­ari og kvik­mynda­gerðarmaður.

Eld­gosið í Geld­inga­döl­um hófst 19. mars 2021 og Har­dm­an hef­ur skráð gosið allt frá byrj­un.

„Ég var í mynda­töku­ferð á Höfn í Hornafirði og ætlaði að fara að sofa þegar skila­boð um að það væri byrjað eld­gos hellt­ust inn. Við kær­ast­an mín pökkuðum sam­an og keyrðum til baka um nótt­ina. Við kom­umst ekki að gos­inu strax því björg­un­ar­sveit­in var búin að loka fyr­ir það,“ seg­ir Har­dm­an. Hon­um tókst að fá far með þyrlu að gos­inu snemma morg­un­inn eft­ir. „Það var stór­kost­legt að sjá eld­gos og renn­andi hraun í fyrsta sinn eft­ir öll þessi ár á Íslandi. Þegar ég kom fyrst var Holu­hrauns­gos­inu að ljúka en ég hafði ekki efni á að sjá það, átti ekki fyr­ir þyrlu­ferð. Ég gekk á hverj­um degi að gos­inu í Geld­inga­döl­um fyrst eft­ir að það byrjaði. Eft­ir um tutt­ugu ferðir fór ég að finna fyr­ir áhrif­um gass­ins á heils­una og fín­gerð aska sett­ist í aug­un. Þá dró ég úr ferðunum og fór ekki nema veðrið væri hag­stætt.“

Tek­ur mynd­ir fyr­ir röð sjón­varpsþátta

Har­dm­an var kom­inn með búnað til kvik­mynda­gerðar og byrjaður að taka nátt­úru­lífs­kvik­mynd­ir fyr­ir um tveim­ur árum. Hann kvik­myndaði mikið í byrj­un goss­ins fyr­ir röð sjón­varpsþátta um sögu jarðar sem eru í smíðum. Þátt­un­um verður streymt á heimsvísu. „Það var mjög spenn­andi að sjá nýtt lands­lag verða til og að geta kvik­myndað það fyr­ir þætt­ina,“ seg­ir Har­dm­an. Hann hef­ur einnig tekið fjölda ljós­mynda af jörðu niðri, úr þyrlu og með flygildi.

Farvegi hraunánna frá gígnum eru greinilegir. Gular brennisteinsútfellingar setja svip …
Far­vegi hraunánna frá gígn­um eru greini­leg­ir. Gul­ar brenni­steinsút­fell­ing­ar setja svip sinn á gíg­inn og hraunið. Þær munu skol­ast í burt. Ljós­mynd/​Benjam­in Har­dm­an

Mynd­irn­ar sem birt­ast hér voru tekn­ar 20. nóv­em­ber sl. „Mér fannst meira um að vera á svæðinu þá en hafði verið í þau skipti sem ég fór þar á und­an. Gufa og gas streymdi víða upp og guf­an var um allt. Dag­inn eft­ir fann ég vel fyr­ir áhrif­um gass­ins. Það var eins og ég væri með timb­ur­menn, þetta var næst­um því jafn slæmt og í byrj­un goss­ins,“ seg­ir Har­dm­an.

Kvika kem­ur upp og los­ar gas

„Ég held að þetta sé ekki búið. Það er enn að koma upp kvika þótt hún komi ekki upp á jafn öfl­ug­an hátt og hún gerði. Þessi kvika er að losa gas og hún viðheld­ur gasmeng­un­inni,“ seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við HÍ.

Hann seg­ir gervi­hnatta­mynd­ir sýna hitafrávik bæði í gígn­um og úti í hraun­inu sem bendi til þess að kvika sé enn að koma þarna inn. Þessi hitafrávik eru ekki alltaf til staðar en koma með reglu­legu milli­bili. Því má ætla að hrin­ur séu enn í gangi þótt þær séu miklu dempaðri en áður.

Gígurinn sem lengst gaus teygir sig 45-50 metra yfir hraunið …
Gíg­ur­inn sem lengst gaus teyg­ir sig 45-50 metra yfir hraunið í kring­um gígopið. Hann er um 110-120 metr­ar í þver­mál. Ljós­mynd/​Benjam­in Har­dm­an

Mögu­lega get­ur sýni­leg eld­virkni tekið sig upp aft­ur. Eins og mynd­ir Har­dm­ans sýna var mikið gasstreymi upp úr gígn­um 20. nóv­em­ber. Gasið get­ur ekki hafa komið frá gam­alli kviku, að mati Þor­vald­ar.

Gulu út­fell­ing­arn­ar sem sjást á gíg­börm­un­um og í hraun­inu á mynd­un­um eru brenni­steinn. Þor­vald­ur seg­ir brenni­stein­inn leys­ast upp í vatni og muni því skol­ast í burtu með tím­an­um.

Mikið gas streymdi úr gígnum og af hrauninu þegar myndirnar …
Mikið gas streymdi úr gígn­um og af hraun­inu þegar mynd­irn­ar voru tekn­ar 20. nóv­em­ber. Það bend­ir til þess að kvika sé enn að koma. Ljós­mynd/​Benjam­in Har­dm­an
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert