Grunaður um að hafa nauðgað unglingsstúlku

mbl.is/​Hari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið karlmann á fertugsaldri og fengið hnepptan í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa nauðgað stúlku á unglingsaldri. Átti meint brot sér stað á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Rúv greinir frá því að maðurinn hafi mælt sér mót við stúlkuna á samfélagsmiðli og svo brotið á henni þegar þau hittust. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við mbl.is að maðurinn sé í varðhaldi vegna málsins. Hún gat þó ekki staðfest tímalengd varðhaldsins eða önnur atriði varðandi málið og vísaði á Ævar Pálma Pálmason, yfirmann deildarinnar. Mbl.is hefur ekki náð í Ævar vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert