Smitum fjölgar hratt á Austurlandi

Horft yfir Eskifjörð í Fjarðabyggð.
Horft yfir Eskifjörð í Fjarðabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi

Covid-19 smitum hefur fjölgað hratt á Austurlandi síðustu daga en tæp 30 ný smit hafa greinst sl. 2 sólarhringa og flest í Fjarðabyggð. Smitin eru dreifð og það er mat aðgerðastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit og þá m.a. hjá fólki sem ekki hefur einkenni og er því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti smitað aðra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Af þeim sökum segir löregla mikilvægt að fá sem flesta í sýantöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar.

„Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið. Önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert