Enn í varðhaldi eftir lát Íslendings í Danmörku

Danskir lögreglubílar. Myndin er úr safni.
Danskir lögreglubílar. Myndin er úr safni. AFP

Karlmaður á fertugsaldri sem er grunaður um íkveikju í húsnæði í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði þar sem Íslendingur lést er enn í gæsluvarðhaldi.

Þetta staðfestir lögreglan í Kaupmannahöfn í svari við fyrirspurn mbl.is.

Rannsókn málsins er enn í gangi en lögreglan verst frekari fregna af stöðu mála.

Íslend­ing­ur­inn lést eft­ir að kviknað hafði í smá­hýsi á eyj­unni Ama­ger, sem til­heyr­ir að hluta til Kaup­manna­höfn, aðfaranótt þriðju­dagsins 9. nóvember.

39 ára karl­maður var hand­tek­inn vegna máls­ins en málið hefur verið rannsakað sem íkveikja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert