Nikulásarmessa var haldin í Knarrarneskirkju á Vatnsleysuströnd 6. desember, á degi heilags Nikulásar.
Er þetta fyrsta Nikulásarmessan í þessari nýju kirkju sem helguð er dýrlingnum og raunar fyrsta Nikulásarmessan sem vitað er um frá því lútherskur siður var tekinn upp hér á landi. Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða í Evrópu. Í kaþólskri tíð var Nikulás einn vinsælasti dýrlingurinn hérlendis og sérstakur verndari sjófarenda.
Tilbeiðsla hans var útbreiddari hér en í grannríkjunum. Við lok miðalda voru um 40 kirkjur á Íslandi helgaðar honum. Heilagur Nikulás er talinn vera forfaðir alþjóðlega jólasveinsins. Klæði heilags Nikulásar, biskupskápan og biskupsmítið eru talin fyrirmynd að rauðu síðkápu jólasveinsins og jólasveinahúfunni.
Í Knarrarneskirkju er íkonamynd af heillögum Nikulási. Myndin er gjöf til kirkjunnar frá úkraínska listamanninum Andrii Kovalenko. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup emeritus helgaði myndina og predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt sr. Hans Guðberg Alfreðssyni prófasti Kjalarnesprófastsdæmis.