Gagnrýnir ekki auka 420 milljónir til RÚV

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Blaðamannafélag Íslands kveðst ekki gera athugasemd við það að framlög til Ríkisútvarpsins verði aukin um 420 milljónir króna, eins og kveðið er á um fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Segist félagið fagna því að „auknu fé sé varið til fjölmiðla“, í tilkynningu sem send var út nú síðdegis.

Félagið tekur fram að þó sé gerð athugasemd við það, að styrkir til einkarekinna fjölmiðla skuli lækkaðir um 2%, eða um átta milljónir. Segist félagið hvetja þá sem sitja í fjárlaganefnd til að hækka þá styrki til samræmis við hækkun framlags til Ríkisútvarpsins, um 8%, eða 30 milljónir króna.

Aukningin meiri en styrkirnir

Umrædd aukning framlaga til ríkismiðilsins, upp á 420 milljónir, nemur meira fjármagni en varið er samanlagt til styrkja allra einkarekinna fjölmiðla á Íslandi.

Frá árinu 2018 og til loka árs 2020 fækkaði starfandi fólki í fjölmiðlum um 45 prósent, eða um 731 manns.

Umsögn félagsins við fjárlagafrumvarpið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert