Samkvæmt samantekt Sjúkratrygginga Íslands dagsett 10. nóvember sl. er gert ráð fyrir að kostnaður vegna almennra lyfja stefni í 14.676 milljónir króna fyrir árið 2021 og mun það vera í samræmi við áætlun stofnunarinnar. Fjárlög þessa árs gerðu aftur á móti ráð fyrir aðeins 11.926 milljónum og stefnir því hallinn í um 2.750 m.kr.
Frummat SÍ fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að þörf næsta árs vegna almennra lyfja sé 15.024 m.kr en fjárlögin gera ráð fyrir aðeins 12.694 m.kr. árið 2022 og stefnir því í svipaðan halla á næsta ári.