Einhverjir ráku eflaust upp stór augu við komu sína í Árbæjarlaug í morgun þegar allt var hálf öfugsnúið þar. Konum var beint í karlaklefann og körlum í kvennaklefann.
Ekki er um að ræða varanlega breytingu en forstöðumaður laugarinnar segir þetta tilkomið vegna viðgerða á útiklefa kvenna.
Viðgerðamaður er karlkyns og því hafi verið brugðið á það ráð að skipta um klefa, í einn dag, á meðan viðgerðum stendur.
Fastagestir hafa tekið breytingunum vel og segja sumir að um skemmtilega tilbreytingu sé að ræða. Gaman sé að sjá hvernig hinn klefi laugarinnar er.