Skíðatímabilið er formlega komið af stað, en í gær var opið í lyftur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þetta á líka við fyrir gönguskíðafólk, en búið er að troða gönguskíðahringinn í Heiðmörk og nokkrar leiðir á skíðagöngusvæðinu í Bláfjöllum.
Í færslu frá Skíðagöngufélaginu Ulli segir að 8 km leið hafi verið troðin í Heiðmörk. Þó er varað við því að grunnt sé vegna snjóleysis og þá séu nokkur stór tré sem slútti yfir sporið. Á vefsíðu Bláfjalla segir að gönguskíðasvæðið opni klukkan 14, en samtals verður búið að troða 8,5 km spor.
Skíðasvæðið sjálft opnar einnig klukkan 14, en boðað er að allavega 9 lyftur verði opnar, bæði á suðursvæði og heimatorfu.