Sturlugötu 9 ráðstafað til stofnunar Ólafs Ragnars

Á málstofu á Arctic Circle í október.
Á málstofu á Arctic Circle í október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á mánudaginn viljayfirlýsingu Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um að lóðinni að Sturlugötu 9 verði ráðstafað til húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar, en þar á að rísa framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða, öðru nafni Arctic Circle, en það hefur fengið heitið Norðurslóð.

Í bókun meirihlutaflokkanna í Borgarráði kemur fram að úthlutunin sé í samræmi við niðurstöðu undirbúningsnefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði, en í henni sátu fulltrúar frá forsætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík og Hringborði norðurslóða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert