Teflt á tæpasta vað í ríkisfjármálum

Ragnar Árnason.
Ragnar Árnason. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, telur teflt á tæpasta vað í nýju fjárlagafrumvarpi. Hann bendir á að skuldir ríkissjóðs muni aukast, þrátt fyrir að þær hækki ekki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.

Skuldabyrðin sé áhyggjuefni, ekki síst með hliðsjón af því að vextir fari nú hækkandi. Með hærri vöxtum aukist vaxtagreiðslur ríkissjóðs en þá fjármuni sé þá ekki hægt að nota til að reka hið opinbera. Gert er ráð fyrir miklum hallarekstri næstu ár og óvissa sögð um þróun efnahagsmála. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert