Áætlað er framlög ársins 2021 vegna þjónustu við fatlað fólk nemi rúmum 17,2 milljörðum króna.
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafi samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt skiptihlutfall vegna þjónustu við fatlað fólk. Áður hafa verið gefnar út tvær áætlanir fyrir árið.
Breytingar á skiptihlutfallinu frá annarri áætlun eru til komnar vegna nýliðunar, endurmats og öðrum minni uppfærslum á undirliggjandi gögnum.