Grímulaus forsætisráðherra með elsta Íslendingnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingur sögunnar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingur sögunnar.

Hart er skotið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á Twitter-síðunni „Sóttólfur“. Færsla birtist á síðunni nú fyrir skömmu þar sem Katrín Jakobsdóttir heimsótti Dóru Ólafsdóttir, „elstu manneskju í sögu þjóðarinnar“ og var ekki með grímu og virtist ekki virða nálægðarreglu.

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, staðfesti þó við mbl.is að Katrín hafði farið í hraðpróf deginum áður og borið grímu í heimsókninni. Gríman hafi aðeins verið tekin niður „rétt fyrir myndatökuna“.

Twitter-síðan „Sóttólfur“ hefur með háðslegum hætti talað gegn aðgerðum stjórnvalda vegna veirunnar. Ljóst er að nafn síðunnar vísar til sóttvarnalæknis og segir í lýsingu síðunnar að um sé að ræða „helsta sérfræðing Íslands í vísindum og eina faraldsfræðinginn sem skiptir máli.“ Ekki er ljóst hver eða hverjir standa að baki síðunni.

Tilefni heimsóknar forsætisráðherra til Dóru var að í dag náði hún þeim áfanga að ná hærri aldri en nokkur annar hér á landi. Dóra er 109 ára og 160 daga gömul.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert