Frá og með miðvikudeginum 15. desember verða leyfðar heimsóknir á Landspítala en 14 sjúklingar liggja nú inni vegna Covid-19.
Í tilkynningu á vef Landspítala segir að einn gestur megi heimsækja hvern sjúkling að hámarki í eina klukkustund á hverjum degi, innan skilgreinds heimsóknartíma. Æskilegt er að viðkomandi sé fullbólusettur.
Þá segir að næst verði heimsóknartakmarkanir endurskoðaðar 22. desember og metið hvort öruggt verði að slaka meira á fyrir hátíðirnar.
Stjórnendum deilda spítalans er þó áfram heimilt að gera allar nauðsynlegar undantekningar frá heimsóknarbanni.