Innkalla jólabjór eftir að gler fannst í drykknum

Jólabjór frá Tuborg.
Jólabjór frá Tuborg. Ljósmynd/Aðsend

Ölgerðin hefur tekið ákvörðun um að innkalla bjórinn Tuborg Julebryg í 330 ml gleri eftir að tilkynning barst um að glerbrot hefði fundist í flösku.

Þetta kemur fram í tilkynningu Ölgerðarinnar.

Atvikið er til rannsóknar en þangað til mun fyrirtækið innkalla flöskur með framleiðsludagana 18.og 19. nóvember 2021 og best fyrir dagsetningarnar 18.08.22 og 19.08.22.

Eru flöskurnar ýmist merktar með eftirfarandi hætti: „BF 18.08.22“ og „19.08.22“, „PD 18.11.21“ og „19.11.21“, Lotunúmer „02L21322“ og „02L21323“.

Viðskiptavinum stendur til boða að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru.

Þá er innköllun nú þegar hafin úr verslunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert