Reiðin víkur fyrir sorginni eftir 27 ár

Bókin Þrekvirki kom út i byrjun mánaðarins og fjallar um snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995. Sagnfræðingurinn Egill Fjeldsted er höfundur bókarinnar og byggir hún viðtölum við um fjörutíu manns.

Aðstæður til björgunar voru eins erfiðar og mögulegt er að ímynda sér að morgni 16. janúar 1995 í aftakaveðri og svartamyrkri. Fjórtán manns létu lífið í þessum hamförum.

Einn þeirra sem missti allt sitt er Hafsteinn Númason en börn hans þrjú hans létust í flóðinu. Hafsteinn hefur enn ekki treyst sér til að lesa bókina og ætlar að bíða með það fram yfir hátíðirnar.

Hann var lengi reiður vegna eftirmála flóðsins og vildi opinbera rannsókn. Í dag segir Hafsteinn reiðina enn til staðar en hann heldur henni i skefjum og segir að sorgin sé nú loksins að komast að. Hann hafi ekki gefið sér nægilegan tíma í að syrgja.

Þeir Egill Fjeldsted og Hafsteinn Númason eru gestir Dagmála í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert