Siðanefnd HÍ fundar um meintan ritstuld

Siðanefnd Háskóla Íslands fundar kl. 15 í dag.
Siðanefnd Háskóla Íslands fundar kl. 15 í dag. mbl.is

Siðanefnd Háskóla Íslands mun koma saman til fundar kl. 15 í dag. Á fundinum verður ákveðið hvort ásakanir Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeirs Jónssonar verði teknar fyrir efnislega hjá nefndinni. Þetta segir Skúli Skúlason, formaður siðanefndar Hí, í samtali við mbl.is.

„Þótt um sé að ræða reglubundinn fund er þetta vissulega eitt af málunum sem við munum skoða í dag. Við erum í raun ekki að fara gera neitt annað en að taka á móti þessu erindi.“

Ekki er víst hvenær niðurstaða í málinu muni liggja fyrir ákveði nefndin að taka ásakanirnar efnislega fyrir, segir Skúli inntur eftir því.

„Reynslan sýnir okkur að það sé allur gangur á því.“

Það velti ekki aðeins á nefndinni sjálfri heldur einnig á þeim sem eigi hlut í máli, í þessu tilfelli Bergsveini og Ásgeiri, og hve langan tíma þeir taki sér til þess að bregðast við vinnu nefndarinnar, að sögn Skúla.

„Við setjum að sjálfsögðu tímamörk en það er alveg ómögulegt að svara því hvenær niðurstaðan mun liggja fyrir. Við framkvæmum ákveðna athugun á málunum og svo verður þeim sem eiga hlut í máli gefin ein til þrjár vikur til að svara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert