Styrkja matarúthlutanir um 11,5 milljónir króna

Krónan styrkir góðgerðafélög um 6,5 milljónir króna.
Krónan styrkir góðgerðafélög um 6,5 milljónir króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls söfnuðust yfir fimm milljónir Króna í söfnun jólastyrkja Krónunnar, þar sem viðskiptavinum gafst tækifæri til að styrkja ellefu mismunandi góðgerðasamtökum sem sjá um matarúthlutanir í aðdraganda jóla. Krónan bætir við 6,5 milljónum til sömu góðgerðafélaga.

Alls gefa Krónan og viðskiptavinir því 11,5 milljónir króna í jólastyrki, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Góðgerðarsamtökin sem hljóta styrk frá viðskiptavinum og Krónunni í ár eru: Mæðrastyrksnefnd Akraness, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Jólasjóður Fjarðabyggðar, Selfosskirkja, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Velferðarsvið Reykjanesbæjar, Soroptimistafélag Mosfellsbæjar, Víkurkirkja í Vík og Stórólfshvolskirkja á Hvolsvelli. Að auki hljóta Hjálpræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar styrk frá Krónunni í formi matarúttekta. 

Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinum bauðst að bæta 500 krónum við innkaupakörfuna í lokaskrefi greiðslu í verslunum Krónunnar og skyldu þær renna til þeirra sem þurfa á mataraðstoð að halda fyrir jólin. Styrkirnir eru veittir í formi gjafakorta og styrkþegar velja því sjálfir sína matarkörfu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert