Þrír voru með 13 rétta á enska getraunaseðlinum á laugardaginn og fengu þeir allir rúmar tvær milljónir króna í sinn hlut.
Stuðningsmaður Njarðvíkur fékk 13 rétta eftir að hafa keypt seðil með þremur tvítryggðum- og tveimur þrítryggðum leikjum sem kostaði 1.080 krónur, að því er segir í tilkynningu.
Stuðningsmaður Dalvíkur fékk 13 rétta á seðil með sjö tvítryggingum sem kostaði 1.920 krónur og hópur í félagakerfi Bridgesambandsins fékk 13 rétta á kerfisseðil sem innihélt 1.529 raðir og kostaði 22.935 krónur.