Blóðgjafar komi og gefi jólagjöf

Nú þarf að stækka innistæðuna í Blóðbankanum.
Nú þarf að stækka innistæðuna í Blóðbankanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa til að bóka tíma sem allra fyrst í blóðgjöf fyrir hátíðarnar. Mikilvægt er að tryggja öryggisbirgðir blóðs fyrir jól og áramót. Öryggisbirgðir rauðkornaþykkna í Blóðbankanum þurfa að vera um 400 einingar en nú eru einungis 200 einingar tiltækar, samkvæmt tilkynningu sem Blóðbankinn sendi frá sér í gær.

Hægt er að afgreiða blóðhluta til allra sjúklinga sem þess þurfa en ef skyndilega kemur til mikillar notkunar er viðnámsþróttur Blóðbankans stórlega minnkaður við þessar aðstæður. Blóðbankinn segir það því vera mjög brýnt öryggismál fyrir sjúklinga að tryggja nægilegan fjölda blóðgjafa fram að jólum.

Lengdur þjónustutími

Þjónustutími fyrir blóðgjafa hefur verið lengdur í þessari viku til að gera fleiri blóðgjöfum kleift að heimsækja Blóðbankann. Opið verður í Blóðbankanum við Snorrabraut í Reykjavík klukkan 8-19 í dag, á morgun og á fimmtudag. Á föstudag verður opið kl. 8-13 og klukkan 8-16 á laugardag, 18. desember.

Opið verður í Blóðbankanum á Glerártorgi á Akureyri klukkan 8-18 í dag og á morgun og klukkan 10-18 fimmtudaginn 16. desember.

Hægt er að skrá sig í blóðgjöf í gegnum heimasíðu Blóðbankans, blodbankinn.is. Eins má hringja og panta tíma fyrir blóðgjöf í síma 543-5500 fyrir Blóðbankann á Snorrabraut og í síma 543-5560 fyrir Blóðbankann á Glerártorgi.

Blóðbankinn minnir á að blóðgjöf er besta jólagjöfin og að blóðgjöf er lífgjöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert