Hótel Saga kostar ríkið 6,5 milljarða

Stjórnvöld eiga í formlegum samningaviðræðum um kaup á Hótel Sögu fyrir hönd Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir að ef af kaupum verði muni háskólinn fá um 70% af húsnæðinu undir starfsemi menntavísindasviðs. Félagsstofnun stúdenta fái 30% undir stúdentaíbúðir.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Áætlaður heildarkostnaður í kaupverði og endurbótum á hlut HÍ er um 6,5 milljarðar sem gerir kaupin að álitlegum kosti fyrir stjórnvöld og HÍ,“ segir Jón Atli í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Í fjárlögum árs­ins 2022 kemur fram að fjármálaráðherra verði heimilt að kaupa Hótel sögu undir starfsemi Háskóla Íslands.

Þar kemur fram að hótelið gæti hentað fyr­ir starf­semi menntavís­inda­sviðs há­skól­ans. Deild­in er nú staðsett í Stakka­hlíð og Skip­holti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka