Hótel Saga kostar ríkið 6,5 milljarða

Stjórn­völd eiga í form­leg­um samn­ingaviðræðum um kaup á Hót­el Sögu fyr­ir hönd Há­skóla Íslands. Jón Atli Bene­dikts­son, rektor HÍ, seg­ir að ef af kaup­um verði muni há­skól­inn fá um 70% af hús­næðinu und­ir starf­semi menntavís­inda­sviðs. Fé­lags­stofn­un stúd­enta fái 30% und­ir stúd­enta­í­búðir.

Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

„Áætlaður heild­ar­kostnaður í kaup­verði og end­ur­bót­um á hlut HÍ er um 6,5 millj­arðar sem ger­ir kaup­in að álit­leg­um kosti fyr­ir stjórn­völd og HÍ,“ seg­ir Jón Atli í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Frétta­blaðsins.

Í fjár­lög­um árs­ins 2022 kem­ur fram að fjár­málaráðherra verði heim­ilt að kaupa Hót­el sögu und­ir starf­semi Há­skóla Íslands.

Þar kem­ur fram að hót­elið gæti hentað fyr­ir starf­semi menntavís­inda­sviðs há­skól­ans. Deild­in er nú staðsett í Stakka­hlíð og Skip­holti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert