Landspítala vantar 1,8 milljarða króna

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is

Ef gera á Landspítalanum kleift að standa undir óbreyttum rekstri á næsta ári, veita nýja þjónustu og vinna að eðlilegum rekstrarumbótum vantar sjúkrahúsið tæplega 1,8 milljarða króna til viðbótar við þau framlög sem lögð eru til í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Fram kemur í umsögnum spítalans um frumvarpið að einnig stefni að óbreyttu í mikla fjárvöntun vegna leyfisskyldra lyfja á næsta ári eða upp á rúma tvo milljarða króna umfram þær fjárveitingar sem gert er ráð fyrir. 

Þar er m.a. rakið að áætlaður kostnaður á næsta ári vegna leyfisskyldra lyfja er upp á tæplega 14,7 milljarða kr. en fjárveitingar eru upp á rúma 12,5 milljarða.

„Ný en mjög dýr lyf gjörbreyta lífslíkum og lífsgæðum sjúklinga. Heimsmarkaðsverð á mörgum lyfjum hækkar mikið. Reiknaður vöxtur í fjárlagafrumvarpinu er 1,5% en raunveruleikinn þyrfti að vera um 10%. Að óbreyttu er ekkert svigrúm fyrir að taka ný lyf í notkun á árinu 2022 og fjárveitingar duga ekki fyrir þeim lyfjameðferðum sem nú þegar eru í gangi,“ segir í umsögn sem Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans, hefur sent fjárlaganefnd.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert