Langleguplássum á geðdeild fækkar um tíu

Ástæða fækkunar er skortur á hjúkrunarfræðingum og læknum í geðþjónustu …
Ástæða fækkunar er skortur á hjúkrunarfræðingum og læknum í geðþjónustu Landspítala. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíu langleguplássum á geðdeild Landspítalans á Kleppi verður lokað tímabundið frá næstu áramótum vegna manneklu. Með þessu fækkar legurýmum úr eitt hundrað í níutíu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þar er haft eftir Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, framkvæmdastjóra skrifstofu forstjóra Landspítalans, að þó sé unnt að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar.

Vissulega hefur starfsfólk geðþjónustunnar áhyggjur af fækkun rúma en verið er að leita allra leiða í skipulagi þjónustunnar til að draga úr áhrifum á meðferð og endurhæfingu notenda,“ segir Anna meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert