Stálu úr búningsklefum

Mennirnir eru grunaðir um þjófnað á munum úr búningsklefum í …
Mennirnir eru grunaðir um þjófnað á munum úr búningsklefum í íþróttahúsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn voru handteknir á sjötta tímanum í gærkvöldi grunaðir um þjófnað í miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir eru grunaðir um þjófnað á munum úr búningsklefum í íþróttahúsi og voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þá var ofurölvi maður handtekinn skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í Laugardalnum en sá hafði verið að trufla unga drengi á íþróttaæfingu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og þjófnað og var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Enn fremur var ekið á 11 ára gamalt barn í Kópavogi sem var að fara yfir gangbraut. Barnið var flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild en það fann fyrir eymslum í hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert